Sprengt við Vesturlandsveg

Sprengt við Vesturlandsveg

Kaupa Í körfu

FORSTJÓRI Vinnueftirlitsins segir allt benda til þess að gáleysi sprengistjóra hafi valdið því að grjót og mold þyrlaðist yfir Vesturlandsveg eftir sprengingu á framkvæmdasvæði við Stekkjarbrekku á sunnudagsmorgun. Vinnueftirlitið mun fara yfir og taka saman skýrslu um atvikið. Í 36. grein reglugerðar um sprengiefni segir orðrétt: "Sprengistjóri skal sjá til þess að skotsvæði sé byrgt með sprengimottum eða öðru efni á fullnægjandi hátt, þannig að grjót kastist ekki frá sprengistað."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar