Málþing um innflytjendur á Austurlandi

Steinunn Ásmundsdóttir

Málþing um innflytjendur á Austurlandi

Kaupa Í körfu

Egilsstaðir | Starfshópur á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hefur undanfarið unnið að stöðumati á málefnum íbúa af erlendum uppruna í fjórðungnum. Hópurinn rannsakar hvar má bæta um betur og skilar niðurstöðum í vetrarbyrjun. "Okkur ber að gera það sem í okkar valdi stendur til að fólk af erlendum uppruna nái hér fótfestu," sagði Sæunn Stefánsdóttir, formaður Innflytjendaráðs, á málþingi um Fjölmenningarlegt Austurland sem haldin var af SSA á þriðjudag. "Það tekst ekki nema með samhentu starfi ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, frjálsra samtaka og þ.m.t. samtaka innflytjenda." MYNDATEXTI: Fótfesta á Íslandi - Á málþingi SSA um fjölmenningarlegt Austurland var farið yfir stöðuna og áherslur í málefnum íbúa af erlendum uppruna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar