Konukot, undirritun

Einar Falur Ingólfsson

Konukot, undirritun

Kaupa Í körfu

Í GÆR urðu tímamót í rekstri Konukots er skrifað var undir tímabundinn samning milli Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands (RKÍ) og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um rekstur athvarfsins. Mun borgin greiða rekstrarkostnað en Reykjavíkurdeildin mun halda utan um reksturinn til vors. Þar til mun borgin vinna að því að finna varanlegt úrræði fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. MYNDATEXTI: Samið til vors - Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, og Katla Þorsteinsdóttir frá RKÍ skrifa undir samning um Konukot.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar