Eitt stykki Reykjaveita

Skapti Hallgrímsson

Eitt stykki Reykjaveita

Kaupa Í körfu

STÁLRÖRUM sem notuð verða í Reykjaveitu í Fnjóskadal var skipað upp í Krossaneshöfn á Akureyri í vikunni. Rörin, sem samtals eru um 48 kílómetra löng, verða lögð frá Illugastöðum að Grenivík, en þegar hefur verið lokið við lögn veitunnar frá Reykjum að Illugastöðum. Að sögn Franz Árnasonar, framkvæmdastjóra Norðurorku, er þessa dagana verið að auglýsa útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda, verkefnið á að hefjast strax í haust og lýkur vonandi fyrir þarnæstu áramót. Ef veður leyfir, eins og Franz tók til orða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar