Bandaríski herinn yfirgefur flotastöðina í Keflavík

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bandaríski herinn yfirgefur flotastöðina í Keflavík

Kaupa Í körfu

VARNARLIÐIÐ er horfið frá Íslandi og hafa Íslendingar tekið við varnarsvæðunum sem Bandaríkjamenn hafa haft til afnota frá því 7. maí árið 1951. Hafa íslensk stjórnvöld einnig tekið við umsjón mannvirkja á svæðunum. Í tilefni viðburðarins fór fram látlaus athöfn á Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag. Þar var bandaríski fáninn dreginn niður í seinasta sinn og íslenski fáninn því næst dreginn að húni. MYNDATEXTI: Tímamót - Skömmu eftir að þessi mynd var tekin var bandaríski fáninn dreginn niður í hinsta sinn á varnarstöðinni á Miðnesheiði, sem nú er í umsjá íslenskra yfirvalda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar