Norðurál Grundartanga - gangsetning kera

Brynjar Gauti

Norðurál Grundartanga - gangsetning kera

Kaupa Í körfu

NORÐURÁL fagnaði því í gær að lokið er við stækkun álversins á Grundartanga úr 90.000 tonna framleiðslugetu í 220.000 tonn. Framkvæmdir við stækkun álversins hafa staðið yfir frá því í maí 2004 og í febrúar á þessu ári var orku hleypt á fyrstu nýju kerin. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stækkunin hefði gengið mjög vel og áætlanir um kostnað og verklok hefðu að fullu staðist. MYNDATEXTI: Áfangi - Helstu forvígismenn Norðuráls og Century Aluminium klipptu ásamt Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra og Gísla Einarssyni, bæjarstjóri á Akranesi, á borða þegar stækkun álversins á Grundartanga var fagnað í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar