Sláturhús

Sigurður Jónsson

Sláturhús

Kaupa Í körfu

ALDREI hefur verið jafnlítið um að Íslendingar vinni í sláturhúsum og nú, að sögn Hermanns Árnasonar, stöðvarstjóra Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Sláturhús landsins eru nú að stórum hluta mönnuð erlendu vinnuafli þar sem erfiðlega gengur að fá Íslendinga í vinnu. Sigurður Jóhannesson, formaður stjórnar Landssamtaka sláturleyfishafa og framkvæmdastjóri SAH Afurða ehf. á Blönduósi, segir að mikil fólksfækkun á landsbyggðinni valdi því m.a. að íslenskt starfsfólk sé ekki á lausu til að vinna í sláturtíðinni. Flestir erlendu starfsmennirnir komi sérstaklega til að vinna í sláturtíðinni og eru Svíar og Pólverjar áberandi á Blönduósi. MYNDATEXTI: Sláturtíð stendur nú sem hæst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar