Hausthátíð á Hvolsvelli

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Hausthátíð á Hvolsvelli

Kaupa Í körfu

Hvolsvöllur | Fjölmenni var á hausthátíð sem haldin var á Hvolsvelli á dögunum. Fjör var í Sögusetrinu þar sem hátíðin var haldin. Auk bændamarkaðar þar sem selt var handverk og fleira tengt sveitinni voru sýnd húsdýr, meðal annars íslenskar hænur frá Bjarna á Torfastöðum. Krakkarnir voru áhugasamir um vélar, eins og Lilja, Högni, Unnar og Auður Ebba sem klifruðu upp í gamla dráttarvél.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar