Haukar gegn Conversano

Haukar gegn Conversano

Kaupa Í körfu

Haukarnir komust áfram í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik með því að leggja ítalska liðið Conversano, 28:26, í síðari viðureign félaganna á Ásvöllum í gærkvöldi. Það stóð nokkuð tæpt hjá Haukunum því aðeins munaði einu marki samtals í leikjunum tveimur, 58:57, og komst Hafnarfjarðarliðið áfram með því að skora tvö síðustu mörk leiksins en á tímabili í síðari hálfleik hafði ítalska liðið tveggjamarka forskot. MYNDATEXTI: Fastur - Árni Þór Sigtryggsson sækir hér að varnarmanni Conversano í leiknum á Ásvöllum í gærkvöld en Ítalinn virðist ekkert hafa verið á þeim buxunum að hleypa Árna fram hjá sér. Árni var eigi að síður markahæstur leikmanna Hauka, skoraði átta mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar