Stjarnan : Grótta 35:28

Stjarnan : Grótta 35:28

Kaupa Í körfu

Á TÓLF mínútna kafla í síðari hálfleik réðust úrslitin í leik Stjörnunnar og Gróttu í DHL-deild kvenna sem fram fór í gærdag. Skoruðu Stjörnustúlkur þá níu mörk - komust tíu mörkum yfir - án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig og fóru að lokum með sjö marka sigur af hólmi, 35:27. Sigurganga Gróttu var því stöðvuð, en fyrir leikinn hafði liðið unnið alla þrjá leiki sína í deildinni, og sýndu leikmenn Stjörnunnar styrk sinn eftir tap í síðasta leik. Á laugardag vann Fram sigur á Akureyri, 29:21, og Valur sigraði HK, 33:23. MYNDATEXTI: Hart tekist á - Alina Petrache, leikmaður Stjörnunnar, verst glímutökum Söndru Paegle, úr liði Gróttu, fimlega. Petrache skoraði átta mörk í leiknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar