Félagsmálaráðherra með blaðamannafund á Kjarvalstöðum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Félagsmálaráðherra með blaðamannafund á Kjarvalstöðum

Kaupa Í körfu

Á NÆSTU fimm árum verður þörfum geðfatlaðra fyrir þjónustu vegna búsetu fullnægt með sérstöku átaki. Einnig verður hugað sérstaklega að annarri stoðþjónustu, s.s. starfsendurhæfingu og atvinnuþátttöku. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra boðaði til á Kjarvalsstöðum í gær þar sem stefnumótun um uppbyggingu búsetu- og þjónustuúrræða var kynnt sem og stefnumótun um málefni geðfatlaðra. Við þetta sama tækifæri opnaði ráðherra formlega heimasíðu verkefnisins sem er á slóðinni: www.felagsmalaraduneyti.is/vitund, en þar m.a. má nálgast hina nýkynntu áætlun. MYNDATEXTI: Kynningin - Sæunn Stefánsdóttir, Héðinn Unnsteinsson, Dagný Jónsdóttir og Magnús Stefánsson á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í gær þar sem ný framkvæmdaáætlun vegna átaks í þjónustu við geðfatlaða var kynnt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar