Inga Bjarnason

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Inga Bjarnason

Kaupa Í körfu

LEIKLIST fyrir alla er yfirskriftin á námskeiði sem leikarinn, leikstjórinn og kennarinn Inga Bjarnason fer af stað með nú í vikunni. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynnast undirstöðuatriðum leiklistar og þjálfast í því að koma fram og flytja texta. Þá verður fjallað um greiningu leikrita og atvinnuleiksýning skoðuð. "Mér þykir óskaplega gaman að kenna leiklist enda hef ég gert það í 35 ár á öllum skólastigum, leiklistin á líka erindi til allra," segir Inga sem hóf feril sinn sem leikari og starfaði sem slíkur í sjö ár bæði á Bretlandi og annarstaðar í Evrópu. Síðastliðin 26 ár hefur aðalstarf hennar hins vegar verið leikstjórn og á hún á fimmta tug leiksýninga að baki. MYNDATEXTI: Leiklist - Inga Bjarnason er að fara af stað með Leiklist fyrir alla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar