Aleksandr Sokurov

Eyþór Árnason

Aleksandr Sokurov

Kaupa Í körfu

Leikstjórinn Aleksandr Sokurov hlaut í gær heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar í nafni kvikmyndahátíðar. Flóki Guðmundsson settist niður með Sokurov fyrir verðlaunaafhendinguna. Það er engin tilviljun að aðstandendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík hafa kosið að veita Sokurov heiðursverðlaun hátíðarinnar í ár fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmyndalistarinnar. Hinn 55 ára gamli Rússi er án efa einn mikilvægasti leikstóri sinnar þjóðar og áberandi kennileiti í kvikmyndalandslagi samtímans. Hann á að baki einstakan feril sem þykir einkennast af persónulegri sýn og ekki síst framúrstefnulegri framsetningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar