Þríhnúkagígur

Eyþór Árnason

Þríhnúkagígur

Kaupa Í körfu

MIKILVÆGUM áfanga hefur verið náð í sögu hins undraverða hellis, Þríhnúkagígs í Bláfjallafólkvangi, dýpstu hraunhvelfingar heims, með uppsetningu öryggisgirðingar í kringum gígopið. Saga hellisins er reyndar 3.500 ára gömul og því þætti e.t.v. hrokafullt að fullyrða að girðing af mannahöndum sé mikilvægur áfangi í svo langri sögu. En sé tekið tillit til þeirrar merkingar sem útivistarfólk leggur í nálægð við slík náttúrufyrirbæri og þeirrar einföldu staðreyndar að hellisopið var farið að skemmast vegna átroðnings, má færa gild rök fyrir mikilvægi inngripa af þessum toga. Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, hefur gert líkan af útsýnispallinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar