Hitaveita og Ferðamálasamtök Suðurnesja

Helgi Bjarnason

Hitaveita og Ferðamálasamtök Suðurnesja

Kaupa Í körfu

HITAVEITA Suðurnesja og Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gert með sér samning um verndun náttúru og fornra þjóðleiða á Suðurnesjum. Samningurinn felur meðal annars í sér að framkvæmdir vegna virkjana valdi sem minnstri röskun á umhverfi og náttúru. Í samningnum er kveðið á um mikilvægi þess að varðveita ósnortna náttúru Reykjanesskagans eins og kostur er, að framkæmdir við virkjanir og tengd mannvirki hafi sem minnst áhrif á umhverfið og séu eins lítið áberandi og kostur er. MYNDATEXTI: Samið - Ellert Eiríksson og Kristján Pálsson takast í hendur eftir undirritun. Júlíus Jónsson og Anna Gunnhildur Sverrisdóttir standa hjá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar