Seyðisfjörður - bókabúð

Steinunn Ásmundsdóttir

Seyðisfjörður - bókabúð

Kaupa Í körfu

Seyðisfjörður | Bókaverslun hefur verið starfrækt í áraraðir við Austurveg á Seyðisfirði en nú hefur nýr aðili hafið rekstur með nokkuð önnur viðmið en fyrri bóksalar. Hann heitir Helgi Örn Pétursson og stendur við að mála nýtt en þó gamaldags búðarskilti þegar blaðamann ber að garði. Dóttir hans, níu mánaða gömul, kúrir utan dyra í vagninum sínum í mildu haustregninu og inni við má greina höfgan kaffiilm í bland við þurrakeiminn af gömlum bókum og nýjum. Helgi segist vera Reykvíkingur og hafi flutt til Seyðisfjarðar sl. sumar. MYNDATEXTI Helgi Örn Pétursson leggur listamannslega alúð í nýtt skilti fyrir bókabúðina á Seyðisfirði sem býður upp á bækur og kaffi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar