Alþingi

Eyþór Árnason

Alþingi

Kaupa Í körfu

ÞEIR lífeyrissjóðir, sem tilkynnt hafa örorkulífeyrisþegum, að greiðslur til þeirra verði skertar frá og með 1. nóvember nk., sættu harðri gagnrýni í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og vakti athygli á því, að í sumar hefðu 14 lífeyrissjóðir sett reglur eftir á sem mæltu fyrir um skerðingu eða niðurfellingu lífeyris um 2.300 öryrkja. Sagði Helgi, að með þessari framgöngu, sem fjármálaráðherra hefði skrifað undir, hefðu eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verið brotin og vegið að þeim þjóðfélagshópi sem hvað höllustum fæti stæði. MYNDATEXTI: Skilur öryrkja - Árni M. Mathiesen sagði breytingar lífeyrissjóðanna ekki heyra undir ráðuneyti hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar