Hegningarhúsið

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hegningarhúsið

Kaupa Í körfu

TÍU fangar, sem vistaðir eru í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, hafa hótað að til hunguverkfalls komi ef ekki verður farið að kröfum þeirra fyrir nk. föstudag. Forstöðumaður segir kröfurnar í sjálfu sér sanngjarnar en hefði kosið að fangarnir ræddu málin í stað þess að setja fram úrslitakosti. Í bréfi fanganna, sem dagsett er í gær, er m.a. farið fram á betra fæði og aðbúnað. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Hegningarhússins, segir engar sérstakar kvartanir hafa borist vegna fæðisins í fangelsinu að undanförnu en hann hafi þegar rætt við forstöðumenn Múlakaffis. "Við höfum verið með samning við það ágæta fyrirtæki í mörg ár, stundum hefur komið upp óánægja með þeirra þjónustu og þá reynum við að skerpa á því." MYNDATEXTI: Klefi í Hegningarhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar