Köngulló

Brynjar Gauti

Köngulló

Kaupa Í körfu

Þessi krossköngulló, öðru nafni fjallaköngulló, hafði spunnið stóran vef við húsvegg í Reykjavík í gærdag. Að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, eru náttúruleg heimkynni krossköngullóarinnar klettaveggir, þar sem hún spinnur sér vefi í þverhníptum björgum. Af þeim sökum eru húsveggirnir hentugir fyrir köngullóna í hinu manngerða umhverfi borgarinnar, þar sem hún þrífst nú vel í hlýindunum, ekki síst þar sem nóg er um æti. Segir Erling köngullærnar snöggar að endurnýja vefi sína, og með auknum trjávexti og skjóli í görðum dafni þær betur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar