Hálslón stækkar
Kaupa Í körfu
Jökla hefur streymt í Hálslón í þrjár vikur og verður ekki vart hreyfinga á mannvirkjum eða í bergi og leki um stífluna er óverulegur. Steinunn Ásmundsdóttir tók stöðuna á virkjuninni. Kárahnjúkavirkjun | Nú eru tuttugu dagar síðan byrjað var að safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Gengur það nokkru hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna hlýinda undanfarið, en nú hefur hægt á innstreymi eftir að tók að kólna. Ekki hefur orðið vart hræringa eða óeðlilegs leka um Kárahnjúkastíflu og hreyfingar á steyptum flekum og öðru hverfandi, að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun. Stendur vatnsborð Hálslóns nú í 545 metra hæð yfir sjávarmáli og dýpi við Kárahnjúkastíflu er um 90 metrar og því 80 metrum undir hæstu lónstöðu. MYNDATEXTI: Hafsjór - Hálslón er að verða eins og haf yfir að líta og teygir sig inn að jökli, er nú komið inn að Kringilsárrana.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir