Hvalstöðin - undirbúningur vegna Hvalveiða

Brynjar Gauti

Hvalstöðin - undirbúningur vegna Hvalveiða

Kaupa Í körfu

HVALUR 9 var á veiðislóð í gærkvöldi vestur af landinu en ekki var vitað hvort veiðst hefði hvalur. Gert er ráð fyrir að frysta hvalaafurðir á Akranesi en draga hvali á land í Hvalfirði. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segist ekki vita betur en öll leyfismál séu í lagi. Bandaríkjastjórn lýsti í gær yfir vonbrigðum með hvalveiðar Íslendinga. Carlos M. Gutierrez viðskiptaráðherra sagði í yfirlýsingu að Bandaríkin myndu ráðfæra sig við aðrar þjóðir í því skyni að vernda hvali. Þá hefur ákvörðunin um veiðarnar vakið hörð viðbrögð sjávarútvegsráðherra Bretlands sem boðaði sendiherra Íslands í Bretlandi á sinn fund í gær. MYNDATEXTI: Gerir klárt - Í Hvalfirði er unnið að undirbúningi fyrir móttöku hvals. Jón Gunnar Jóhannsson var þar við vinnu sína við spil í hvalstöðinni í gær. Hann hóf störf fyrir Hval árið 1955. Hvalur 9 er á veiðislóð vestur af landinu en ekki fást nákvæmar upplýsingar um staðsetningu skipsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar