Patrekur á Egilsstöðum

Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

Patrekur á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

"VIÐ fáum mjög fín viðbrögð við leikritinu" segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, einn þriggja leikara í verkinu Patrekur 1,5 sem er nú sýnt á vegum Þjóðleikhússins í framhaldsskólum landsins, auk almennra sýninga. Jóhannes, Rúnar Freyr Gíslason og Sigurður Hrannar Hjaltason sýndu í Menntaskólanum á Egilsstöðum á miðvikudag og buðu upp á umræður eftir flutning verksins. Það fjallar um hommapar sem hyggst ættleiða 1,5 ára gamlan dreng en fær í staðinn 15 ára vandræðagemling inn á teppi til sín. MYNDATEXTI: Forvitni - Framhaldsskólanemar á Egilsstöðum lögðu spurningar fyrir leikendur og sýningarstjóra Patreks 1,5.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar