Magnús Geir Þórðarson

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Magnús Geir Þórðarson

Kaupa Í körfu

TM, Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að styrkja uppbyggingu Rýmisins, nýjasta sýningarsviðs Leikfélags Akureyrar, og verður samningur þar að lútandi undirritaður í dag. LA hefur nú þegar með aðstoð TM fjárfest í ýmsum tækjabúnaði, öflugu sveigjanlegu ljósakerfi og hreyfanlegu palla- og stólakerfi til þess að gera aðstöðuna í Rýminu enn betri. Lokið verður við að koma búnaðinum upp í lok nóvembermánaðar. Á síðasta leikári var Maríubjallan sýnd í Rýminu og í haust hefur barnaleikritið Karíus og Baktus verið sýnt þar. LA tók við Rýminu af Akureyrarbæ, sem á húsnæðið, haustið 2005. Leikfélagið gerði umfangsmiklar breytingar á því og gaf því hið nýja nafn. Lagt var upp með að Rýmið yrði hrátt og einfalt þannig að auðvelt væri að setja upp margvíslegar uppfærslur. MYNDATEXTI Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar