Stefán Kristjánsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stefán Kristjánsson

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓT taflfélaga hefst í kvöld í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þetta er stærsti reglulegi viðburður skákhreyfingarinnar og eru 52 lið skráð til leiks og er reiknað með að keppendur verði í kringum 330 eða svipað og í fyrra sem var metár. Taflfélag Reykjavíkur á flestar sveitir í keppninni eða sjö taflsins. Hellir sendir sex sveitir og Skákfélag Akureyrar fimm. Taflfélag Reykjavíkur er núverandi Íslandsmeistari og er ekki búist við miklum breytingum á liði félagsins sem var eingöngu skipað bornum og barnfæddum Íslendingum en mun meiri alþjóðablær er yfir sveitum Taflfélags Vestmanneyja eða Skáksveit Hauka. Ekki er á vísan að róa þó fengnir séu erlendir stórmeistarar til þessar keppni, t.d. tefldi Jan Timman í seinni hlutanum með TV og fékk slaka útkomu, 1 v. af 3. MYNDATEXTI Stefán Kristjánsson rifjar upp viðureign sína í síðustu umferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar