Ívar Bjarklind

Eyþór Árnason

Ívar Bjarklind

Kaupa Í körfu

Stöngullinn vill bogna þegar blóm eru smá, segir í titillagi fyrstu sólóplötu Ívars Bjarklind, sem senn kemur út. Ívar er kunnari sem knattspyrnumaður en hefur nú fundið sköpunarþörf sinni nýjan farveg. Á persónulegri plötu gerir hann upp við erfitt skeið í lífi sínu sem einkenndist af óreglu og vanlíðan. Í samtali við Orra Pál Ormarsson viðurkennir Ívar að hann komi ekkert sérstaklega vel út úr þessu uppgjöri en nú sé bjartara yfir lífinu. MYNDATEXTI: Lífið - "Ég hef lagt þungar byrðar á fólkið í kringum mig. Ég veit að það lagði sig allt fram en náði ekki til mín. Það hlýtur að vera erfitt að umgangast manneskju sem stendur ekki undir sjálfri sér," segir Ívar Bjarklind m.a. um erfiðleika sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar