Norðurþing - Svava Árnadóttir

Ragnar Axelsson

Norðurþing - Svava Árnadóttir

Kaupa Í körfu

Raufarhöfn var til langs tíma mikill útgerðar- og fiskvinnslustaður sem átti sitt blómaskeið á síldarárunum. Ævintýrið var þar mikið og þegar mesta vinnu var að hafa losuðu íbúar Raufarhafnar fimmta hundraðið. Fólki hefur fækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi enda útgerð dregist verulega saman. Nú búa þar um 230 manns...Svava Árnadóttir er borin og barnfæddur Raufarhafnarbúi. Þar hefur hún alið allan sinn aldur og vill hvergi annars staðar vera. "Ég ætlaði alltaf að mennta mig en svo eignaðist ég mann og börn og þá var ekki aftur snúið. Ég hef verið í fjarnámi og það er þó nokkuð um að fólk sé í slíku námi og hafi lokið því, t.d kennaranámi. MYNDATEXTI: Svava Árnadóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar