Norðurþing - Elísabet Gunnarsdóttir

Ragnar Axelsson

Norðurþing - Elísabet Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Kjölfestan í atvinnulífinu á Kópaskeri er Fjallalamb hf. sem hefur verið starfandi frá árinu 1990. Sérsvið fyrirtækisins er meðhöndlun á lambakjöti, allt frá slátrun til fullvinnslu afurða. Hjá Fjallalambi starfa að meðaltali um 20 starfsmenn allt árið en í sláturtíð sem stendur yfir frá byrjun september til októberloka eykst fjöldinn í um 50-60 manns. Fjallalamb er í eigu 130 hluthafa, sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta. Helstu eigendur eru bændur í Norður-Þingeyjarsýslu, samtök þeirra og sveitarfélög í Norður-Þingeyjarsýslu, ennfremur starfsmenn og aðrir einstaklingar. MYNDATEXTI: Elísabet Gunnarsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar