Icelandair og Reykjavíkurborg - samningur við Iceland Airwaves

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Icelandair og Reykjavíkurborg - samningur við Iceland Airwaves

Kaupa Í körfu

SKRIFAÐ var á föstudaginn undir nýjan samstarfssamning á milli Icelandair, Reykjavíkurborgar og Hr. Örlygs ehf. sem sér um framkvæmd tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Samningurinn er þríhliða og innsiglar enn á ný samstarf þessara aðila um framkvæmd og markaðssetningu á stærstu tónlistarhátíð sem haldin er árlega hér á landi. Reykjavíkurborg leggur alls 19 milljónir króna til næstu fjögurra hátíða. MYNDATEXTI: Samstarf - Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi ehf, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, handsala samninginn um áframhaldandi samstarf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar