Akraneshöllin vígð á afmælishátíð ÍA

Sigurður Elvar Þórólfsson

Akraneshöllin vígð á afmælishátíð ÍA

Kaupa Í körfu

ÞESSAR hressu Skagastelpur eru meðal þeirra sem koma til með að nýta sér Akraneshöllina, nýtt fjölnota íþróttahús, sem var formlega tekið í notkun í gær. Í húsinu er gervigrasvöllur í fullri stærð sem fengið hefur samþykki alþjóðlegu knattspyrnusambandanna. Stökkgryfja er í húsinu auk 100 metra hlaupabrautar fyrir frjálsíþróttaæfingar. Húsið er óeinangrað og óupphitað en áhorfendastæði eru fyrir 500 áhorfendur. Æfingar hófust fyrir nokkrum vikum í húsinu og hafa börn og unglingar verið dugleg að sækja þær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar