Norðurþing - Erlendur Salómonsson

Ragnar Axelsson

Norðurþing - Erlendur Salómonsson

Kaupa Í körfu

Í sumar runnu Húsavík, Kelduneshreppur, Raufarhafnarhreppur og Öxarfjarðarhreppur saman í nýtt sveitarfélag er ber nafnið Norðurþing. Er það ríflega 3.700 ferkílómetrar að flatarmáli. Þetta svæði hefur orðið fyrir ýmsum áföllum í atvinnulífinu hin síðari misseri og fólki fækkað jafnt og þétt. Morgunblaðið stakk við stafni í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins, á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn, og komst að því að eigi að síður er yfirleitt engan bilbug á íbúunum að finna. Þvert á móti eru þeir í sóknarhug. "Við erum vön að bjarga okkur!" Samtals búa um 3.000 manns í hinu nýja sveitarfélagi, Norðurþingi. Húsavík er langstærsti þéttbýliskjarninn með tæplega 2.300 íbúa. MYNDATEXTI: Erlendur Salómonsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar