Daníelsslippur

Sverrir Vilhelmsson

Daníelsslippur

Kaupa Í körfu

STARFSMENN Daníelsslipps við Bakkastíg í Reykjavík flögguðu í hálfa stöng í gærmorgun þegar 70 ára sögu fyrirtækisins lauk. Forstjóri Daníelsslipps, Gunnar Richter er bæði sár og ósáttur við endalok fyrirtækisins og segist ekki skilja hvers vegna slippurinn sé látinn víkja á meðan sambærilegt fyrirtæki, Stálsmiðjan haldi áfram. Daníelsslippur var stofnaður í janúarmánuði árið 1936 af langafa Gunnars, Daníel Þorsteinssyni ásamt fleirum. Stærstu tímamótin í sögu fyrirtækisins voru árið 1986 þegar ný dráttarbraut var tekin í notkun, sú hin sama og lögð var af í gær. MYNDATEXTI: Grátlegt - Flaggað í hálfa stöng í Daníelsslipp enda grátlegt að sjá endalok slippsins, segir forstjórinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar