Hvalveiðar

Ragnar Axelsson

Hvalveiðar

Kaupa Í körfu

RÚMLEGA 15 þúsund mótmælabréf gegn hvalveiðum Íslendinga bárust utanríkisráðuneytinu í gærmorgun með tölvupósti. Bréfin bárust samtímis og þykir ráðuneytisstjóranum líklegt að þarna sé á ferðinni nokkurs konar raðtölvupóstur frá ákveðnum félagasamtökum en ekki mótmæli 15 þúsund einstaklinga. Lítið fór fyrir öðrum mótmælum í gær og segir Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri að mótmælin séu minni en þegar Íslendingar hófu vísindaveiðar fyrir um tveimur árum. Grétar segir að öllum tölvupósti sé svarað. MYNDATEXTI: Athygli - Hvalveiðarnar vöktu enn athygli erlendis í gær. M.a. var fjallað um þær í Svíþjóð sem og í breskum, bandarískum og áströlskum blöðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar