Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir

Eyþór Árnason

Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

Hvanneyri | "Ég hef alltaf sótt í sveitina og vissi að ég yrði aldrei alvöru Reykvíkingur," segir Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir sem ráðin hefur verið alþjóðafulltrúi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hún kynntist alþjóðlegu starfi þegar hún vann að þjálfun og aðlögun Keikós í Vestmannaeyjum og Noregi og hefur síðan unnið á þeim vettvangi. Þorbjörg er alin upp í Laxholti í Borgarhreppi í Borgarfirði. Hún fór í menntaskóla að Laugarvatni. "Ég hef alltaf verið sveitó og fannst ómögulegt að fara í menntaskóla í Reykjavík," segir Þorbjörg. Hún steig það skref þó að loknu menntaskólanámi og nam líffræði í Háskóla Íslands, útskrifaðist með BS-gráðu 1996. MYNDATEXTI: Ánægð með lífið - Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir er búin að fá vinnu í sveitinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar