Nauðlending Continental í Keflavík

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Nauðlending Continental í Keflavík

Kaupa Í körfu

"ÞARNA þarf á einhvern hátt að fara yfir fjarskipti flugvélar við flugumsjón. Þar kann allt að hafa verið eins og best verður á kosið en það verður að fara yfir þann þátt," segir Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, um neyðarkall Boeing 757 flugvélar bandaríska flugfélagsins Continental í gærdag. Gífurlegur viðbúnaður var á vellinum vegna öryggislendingar vélarinnar sem bar 172 farþega, en að lokum lenti hún á báðum hreyflum og fullu afli. Í ljós kom að smávægileg tölvubilun hafði komið upp og fór vélin í loftið einum og hálfum tíma eftir að hún lenti. Talið er að útkallið hafi náð til á milli 800 og 1.000 manns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar