Forystusauðir

Atli Vigfússon

Forystusauðir

Kaupa Í körfu

Reykjahverfi | Heimilisfólk á bænum Skarðaborg í Reykjahverfi rak upp stór augu í krapahríðinni í gær þegar tveir stórir forystusauðir voru komnir heim að hliði við bæinn. Þar voru komnir sauðir frá bæjunum Heiðarbót í sömu sveit og Ytra-Fjalli í Aðaldal sem ekki náðust í göngunum og ekki heldur í eftirleitum. Forystusauðirnir sáust saman á Þeistareykjum oftar en einu sinni en það var erfitt að nálgast þá enda léttstígir í meira lagi. Síðast sást til þeirra þegar þeir voru austur við Mælifell en erfitt var að nálgast þá. Sigurður Þórarinsson, bóndi í Skarðaborg, segist hafa verið að huga að ám sínum þegar hann sá snjóuga sauðina við hliðið....Á myndinni eru Sigurður og synir hans, Helgi Maríus og Bjarki, og tíkurnar tvær. *** Local Caption *** Sigurður Þórarinsson bóndi í Skarðaborg með forystusauðina ásamt sonum sínum þeim Helga Maríusi og Bjarka sem og tíkunum Ronju og Týru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar