Banaslys á Vopnafirði

Jón Sigurðarson

Banaslys á Vopnafirði

Kaupa Í körfu

Vopnafjörður | Banaslys varð á Vopnafirði um kl. 11 í gærdag, þegar bifreið fór í sjóinn. Ökumaður, eldri kona úr þorpinu, var ein í bílnum og var látin þegar björgunarmenn úr björgunarsveitinni Vopna náðu til hennar. Um 50 manns komu að björgunaraðgerðum. Tildrög slyssins voru þau að bifreiðinni var ekið út af götunni Laxdalstúni, milli heilsugæslubyggingar og bílageymslu, og fór hún þar fram af um 10 metra háum grjótkanti. Mjög mikill straumur var í sjónum á þessum stað og áttu kafarar í erfiðleikum með að ná til bílsins, sem var svo dreginn upp í fjöru skammt frá slysstaðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar