PÉTUR BEN

Árni Torfason

PÉTUR BEN

Kaupa Í körfu

Airwaves var slitið síðasta sunnudag eftir fimm daga tónlistarlega alsælu. Ég skemmti mér stórkostlega á hátíðinni og er þegar farinn að hlakka til þeirrar næstu. Það er eitthvað við vélavirki þessarar hátíðar sem ljær henni ákveðna töfra, eftirsóknarverðir eiginleikar sem hafa náð út fyrir strendur landsins og vakið áhuga hundraða erlendra tónlistaráhugamanna - og atvinnumanna - á tónlistarlífi landans. Það er allt með þessari hátíð; hið andlega, listræna gildi er í hávegum og öll þessi leiðinda tölfræði (sem skiptir víst máli líka), eins og ferðamannastraumur og fjármagnsstreymi dansar sömuleiðis í takt við hátíðina. MYNDATEXTI Iceland Airwaves Pétur Ben var meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem komu fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves þetta árið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar