Gos í glasi

©Sverrir Vilhelmsson

Gos í glasi

Kaupa Í körfu

HEILSA MIKILVÆGT er að eyða þeirri flökkusögu að sykurlausar gosvörur séu skaðlegar heilsunni, segja aðilar á vegum norska heilbrigðisráðuneytisins, en stofnunin sendi nýlega frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum yfir vaxandi sykurneyslu norskra barna, sem m.a. á rætur að rekja til mikillar neyslu sætinda og sykraðra gosdrykkja. Í nýlegu viðtali á P4-útvarpsstöðinni vísaði Bjørn Inge Larsen hjá norska heilbrigðisráðuneytinu til þess að börn á Vesturlöndum neyti allt of mikils sykurs er hann hvatti foreldra til þess að gefa börnum sínum sykurlausa gosdrykki, sé verið að gefa börnum gos á annað borð. "Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að óhætt er að drekka sykurlausa gosdrykki í stað þeirra sykruðu. Efnin sem notuð eru við framleiðslu sykurlausu drykkjanna eru algerlega óskaðleg í því magni sem þau er að finna í venjulegum gosskömmtum." Á vefsíðu norska félags- og heilbrigðissráðuneytisins er þó minnt á að hátt sýrumagn í bæði sykruðum og ósykruðum gosdrykkjum hafi skaðleg áhrif á tennur. Þá er ekki mælt með að börnum undir þriggja ára aldri séu gefnir sykurskertir gosdrykkir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar