Sýning Peter Finnemore

Sýning Peter Finnemore

Kaupa Í körfu

PETER Finnemore (1963) er velskur listamaður sem hefur sérhæft sig í ljósmyndum en einnig sýnt innsetningar. Viðfangsefni hans er oftar en ekki velskur bakgrunnur hans, Wales í samhengi við nútímann ásamt því að taka fortíðina með í reikninginn, þjóðtrú og goðsögur. Nú sýnir hann í Reykjavík á vegum Gallery Boreas sem hluti af dagskrá Sequences hátíðarinnar sem lauk 28. október. Gallery Boreas starfar án húsnæðis en sýnir m.a. íslenska listamenn í Bandaríkjunum og erlenda listamenn hér á landi, og er þá fundið hentugt húsnæði í hvert skipti. Mýrargata 1 er hráslagalegt rými og ágæt umgjörð um myndbandsinnsetningu Finnemore sem ber titilinn Project Jedi. MYNDATEXTI: Peter Finnemore - "Nálgast viðfangsefnið af húmor og innsæi og með ríkum skírskotunum til goðsagna og velskrar sveitar."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar