Breskir leikarar

Eyþór Árnason

Breskir leikarar

Kaupa Í körfu

Eflaust muna margir eftir kvikmyndinni Moonstruck sem kom út undir lok níunda áratugarins og skartaði þeim Nicolas Cage og söng-/leikkonuni Cher í aðalhlutverkum. Kvikmyndin varð gríðarlega vinsæl og hlaut í kjölfarið þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars fyrir besta handrit Johns Patrick Shanleys. Það sem færri vita er að þegar Óskarsverðlauna-handritið var fyrst skrifað kallaðist það Danny and the Deep Blue Sea og var skrifað fyrir leikhús. Annað kvöld verður leikritið sýnt í sinni upphaflegu mynd í Silfurtunglinu, litla sviði Austurbæjar, í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar og í flutningi bresku hjónanna Nicolette Morrison og Matthew Hugget. Jón Gunnar hefur áður getið sér gott orð með áhugaleikhúsum hér á landi en hann er nú nýkominn frá Englandi þar sem hann nam leikstjórn við Drama Center í London. MYNDATEXTI Leikararnir Nicolette Morrison og Matthew Hugget eiga margt sameiginlegt með persónum verksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar