Óvenjulegur meðafli
Kaupa Í körfu
Skagaströnd | Það verður að teljast óvenjulegur meðafli sem Arnar HU 1 kom með úr síðustu veiðiferð. Í trollið hafði komið risastór síld, rúmlega 50 sm löng. Hér er ekki um venjulega síld að ræða heldur síld af tegundinni maísíld (Alosa alosa) eða augnasíld (Alosa fallax) en báðar tegundirnar eru mjög sjaldséðar á Íslandsmiðum. Ekki er nema á færi sérfræðinga að þekkja þessar tegundir sundur, svo líkar eru þær. Þær eru merkilegar fyrir þá sök að þær hrygna í ósöltu vatni og ganga þá gjarnan upp í ármynni í Evrópu til þess. Báðar tegundirnar eru á válista vegna útrýmingarhættu. Augnsíldin hefur stærra útbreiðslusvæði en maísíldin og mun sú fyrrnefnda berast hingað upp að Austur- og Suðausturlandi einstaka sinnum. Arnar var einmitt að veiðum á Austfjarðamiðum þegar þessi fallegi fiskur kom upp í einu halinu. Annar evrópskur gestur Annar evrópskur gestur kom líka um borð í túrnum. Sá kom fljúgandi sjálfur og settist á skipið. Var hann fangaður en lifði ekki nema nokkra klukkutíma þrátt fyrir að skipverjar gerðu allt sem þeir gátu til að halda lífi í honum. Þetta var glókollur sem er minnsta fuglategund Evrópu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir