Hanskar og handtöskur

Hanskar og handtöskur

Kaupa Í körfu

Sú var tíðin að heldra fólk fór ekki úr húsi nema setja upp leðurhanska en nú geta allir sem velja slíkanvettling valið úr fjölbreyttri flóru á viðráðanlegu verði. Leðurhanskar eru ekki lengur tákn um stétt og stöðu - þeir eru í tísku. Til allrar lukku, því auk þess að vera tígulegir á hendi verja þeir fingur vel fyrir kulda og frosti. Og við íslenskar konur ættum nú að vita að það getur stundum verið þrautin þyngri að klæða sig í samræmi við tískuna og kuldabola! Fallegir leðurhanskarnir gleðja því ekki aðeins augað, þeir ylja og eiga alls staðar við, jafnt við sparikjólinn sem gallajakkann. MYNDATEXTI Svartir hanskar, 2.990 kr., passa vel við rautt veski, 1.599 kr. Accessorize.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar