Helmingshlutur í Landsvirkjun seldur
Kaupa Í körfu
Reykjavíkurborg og Akureyri hafa selt ríkinu hluti sína í Landsvirkjun á samtals 30,25 milljarða. Heildarvirði LV er metið 60,5 milljarðar króna. Samningarnir taka gildi 1. janúar 2007. Ríkið verður eini eigandi Landsvirkjunar þann 1. janúar nk., þegar samningar um kaup ríkisins á hlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun taka gildi. Kaupverðið er 30,25 milljarðar króna og greiðast 3,4 milljarðar út við gildistöku og eftirstöðvarnar með skuldabréfum til 28 ára. Reykjavíkurborg átti 44,525% í Landsvirkjun og koma því um 26,9 milljarðar króna í hlut borgarinnar. Eignarhlutur Akureyrarbæjar var 5,472% og fær því bærinn um 3,3 milljarða króna í sinn hlut. MYNDATEXTI: Samið um sölu - Kristján Þ. Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sömdu um sölu í gær.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir