Nauðganir á Íslandi. Hvað getum við gert?

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nauðganir á Íslandi. Hvað getum við gert?

Kaupa Í körfu

Áhrifaríkasta forvörnin gegn nauðgunum og kynbundnu ofbeldi er að ræða um þessi mál við drengi jafnt sem karlmenn. Það þarf að ræða viðhorf þeirra til kvenna og þarf sú umræða að fara fram á öllum vígstöðvum, m.a. inni á heimilinu, í skólum og félagsmiðstöðvum. Þetta sagði Gísli Hrafn Atlason, fulltrúi karlahóps Femínistafélagsins, í framsögu sinni á hádegisfundi sem Samfélag, félag framhaldsnema við félagsvísindadeild HÍ, stóð fyrir í gær undir yfirskriftinni: "Nauðganir á Íslandi. Hvað getum við gert?" MYNDATEXTI: Kynbundið ofbeldi - Nokkrir þátttakenda í umræðunni: Eyrún Jónsdóttir, Þóra Arnórsdóttir fundarstjóri, Guðrún Ögmundsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Kolbrún Halldórsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar