Sjúkleg stelpa og slasaður köttur

Sjúkleg stelpa og slasaður köttur

Kaupa Í körfu

UNGLIST - Listahátíð ungs fólks hófst í gær og lýkur á laugardaginn kemur. Listaháskólanemar buðu til fjöllistakvölds í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Þær Una Björk Sigurðardóttir og Steinunn Guðmundsdóttir létu sig ekki muna um að fremja gjörninginn "Sjúklega stelpan og slasaði kötturinn" í anddyri Tjarnarbíós fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Á dagskrá Unglistar í ár eru m.a. ljúfir klassískir tónar, rokk, dans, kjólacult og kápuklassík, gjörningar, drama og fleira í boði ungs fólks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar