Jón Óskar

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jón Óskar

Kaupa Í körfu

SÝNING Listasafns Íslands, Málverkið eftir 1980, stendur nú yfir í öllum sölum safnsins. Sýningarstjórarnir Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson hafa tekið að sér það erfiða verkefni að velja verkin á sýninguna og setja þau í sögulegt samhengi. Meirihluti verkanna á sýningunni er í einkaeigu, oftast listamannanna sjálfra, og akkur fyrir listunnendur að fá aðgang að svo miklu magni verka sem hafa ekki verið sýnd lengi. Sýningarskráin er aðgengileg, ódýr og með óvenju miklum og upplýsandi textum um sýninguna og það samhengi sem hún er sett í. MYNDATEXTI Upphafning Hinn rómantíski upphafni karlmaður nýja málverksins í þríriti. Mynd eftir Jón Óskar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar