Barnaföt

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Barnaföt

Kaupa Í körfu

Þegar kuldaboli er farinn að bíta ískyggilega fast í kinnarnar fara foreldrar að sjást í búðunum að skoða vetrarföt á börnin. Þrátt fyrir að við fullorðna fólkið reynum eins og hægt er að komast hjá því að vera úti í köldu veðri, þá er ungviðið ekki mikið að velta sér upp úr lágu hitastigi. Litlu máli skiptir hvernig viðrar og gott að vera vel búinn og klár í hvers konar veðrabrigði. Þjáist einhverjir foreldrar af valkvíða þá gætu kuldafatainnkaup valdið hinum mestu vandræðum, slíkt er úrvalið í verslunum. MYNDATEXTI: Bleikt - Skín í bleika skotthúfu - húfa með endurskini. Cintamani og kostar 1.600 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar