Kross við Akranes

Ragnar Axelsson

Kross við Akranes

Kaupa Í körfu

Fyrstu einbýlishúsalóðirnar í landi Kross í Hvalfjarðarsveit eru nú tilbúnar til afhendingar og er mikil eftirspurn eftir þeim, að sögn Þorgeirs Jósefssonar, framkvæmdastjóra Stafna á milli ehf., sem keypti jörðina 2003. Þorgeir Jósefsson segir að í fyrra hafi Stafna á milli gert samning við hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps, sem nú heitir Hvalfjarðarsveit, um samstarf við uppbyggingu íbúðarsvæðis í landi Kross. Ennfremur hafi fyrirtækið gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur og hreppinn um uppbyggingu og rekstur fráveitu, gagnaveitu, hitaveitu og vatnsveitu á svæðinu. MYNDATEXTI: Gálgaskarð - Göngustígur kemur til með að liggja meðfram ströndinni og þar er m.a. Gálgaskarð, sem í örnefnalýsingu segir að sé vestan við bæinn á Krossi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar