Grettistak

Karl Sigurgeirsson

Grettistak

Kaupa Í körfu

Grettistak vinnur að uppbyggingu skemmti- og fræðslugarðsins Grettisbóls á Laugarbakka í Miðfirði. Þar verður áhersla lögð á styrk og kraft með skírskotun til sögu Grettis sterka Ásmundarsonar sem ólst upp á Bjargi. Búið er að reisa risastórt sverð við garðinn, sverð Grettis. Það sést vel frá þjóðveginum og þjónar því hlutverki að vekja athygli vegfarenda á starfseminni. MYNDATEXTi Jökulsnautur Jón Óskar Pétursson stendur framan við sverð Grettis sterka sem stendur tíu metra upp úr jörðinni á Laugarbakka í Miðfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar