Morgunblaðið fær viðurkenningu

Brynjar Gauti

Morgunblaðið fær viðurkenningu

Kaupa Í körfu

KNATTSPYRNADEILD Keflavíkur veitti Morgunblaðinu í gær viðurkenningu fyrir umfjöllun blaðsins um knattspyrnu. Rúnar V. Arnarson, formaður deildarinnar, færði Morgunblaðinu Fjölmiðlagyðjuna fyrir bestu umfjöllun knattspyrnusumarið 2006 og sagði við það tækifæri að íþróttafréttamenn Morgunblaðsins hefðu verið með vandaða og mikla umfjöllun um knattspyrnu sl. sumar - þá bestu að mati Keflvíkinga. Þetta er annað árið sem Fjölmiðlagyðjan er veitt, en íþróttafréttamenn Stöðvar 2 og Sýnar tóku við gyðjunni 2005. Hér á myndinni fyrir ofan þakkar Sigmundur Ó. Steinarsson, Morgunblaðinu, Jóni Örvari Arasyni, framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Keflavíkur, fyrir hönd íþróttadeildar Morgunblaðsins. Rúnar V. er á milli þeirra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar